Múlaberg

Áttu von á meiri vilja bæjarins gagnvart Íslandsmótinu í golfiMynd: Golf.is - Golfklúbbur Akureyrar / Auðunn Níelsson

Áttu von á meiri vilja bæjarins gagnvart Íslandsmótinu í golfi

Stein­dór Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Golf­klúbbs Ak­ur­eyr­ar, segir það miður að Akureyrarbær sjái sér ekki fært um að styrkja Golfklúbb Akureyrar fyrir Íslandsmótið í golfi sem haldið verður á Jaðri í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Við átt­um satt best að segja von á meiri vilja bæj­ar­ins gagn­vart þessu móti, en kem­ur okk­ur kannski ekki al­gjör­lega á óvart því þetta er sama niðurstaða og var árið 2016 þegar síðast var haldið Íslands­mót á Jaðarsvelli,“ seg­ir Stein­dór í samtali við Morgunblaðið en Golf­klúbb­ur Ak­ur­eyr­ar sótti um styrk að upp­hæð 2 millj­ón­ir króna til Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í því skyni að gera völl­inn sem best úr garði áður en blásið yrði til Íslands­móts.

„Auðvitað þykir okk­ur miður að bær­inn sjái sér ekki fært að styrkja okk­ur, þetta er stærsta golf­mótið sem haldið er á hverju ári og þar etja all­ir bestu kylf­ing­ar lands­ins kappi. Það er mik­il lyfti­stöng fyr­ir íþrótt­ina á Ak­ur­eyri að fá mótið í bæ­inn og er ákveðinn stimp­ill á gott starf hjá Golf­klúbbi Ak­ur­eyr­ar. Það rík­ir mik­ill metnaður í okk­ar her­búðum að bjóða gest­um upp á góða upp­lif­un. Öll aðstaða er til fyr­ir­mynd­ar og kapp er lagt á að kylf­ing­ar sem leggja leið sína á Jaðarsvöll fari með eft­ir­minni­lega upp­lif­un í fartesk­inu að leik lokn­um,“ seg­ir Stein­dór.

Íslands­mótið í golfi verður haldið á Jaðarsvelli á kom­andi sumri, dag­ana 5. til 8. ág­úst. Þátt­tak­end­ur, kon­ur og karl­ar, verða um 150 tals­ins. Steindór segir í umfjöllun Morgunblaðsins að mikil spenna sé innan klúbbsins fyrir mótinu í sumar og metnaðurinn sé mikill að hafa umgjörðina eins og best verður á kosið.

Lengra viðtal og umfjöllun má finna á vef mbl.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó