Auglýst eftir sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar

Auglýst eftir sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar

Akureyrarbær leitar að öflugum einstaklingi með metnað, áhuga og hæfni til að leiða velferðarsvið sveitarfélagsins. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu bæjarins, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða.

Hlutverk sviðsins er að veita þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Velferðarsvið Akureyrarbæjar leitast við að vera leiðandi í þjónustu á sínu sviði. Markmið Akureyrarbæjar er að vera fyrirmynd annarra þegar kemur að velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Á velferðarsviði starfa 470 manns í 340 stöðugildum í 26 starfseiningum sem veita um 2.000 einstaklingum þjónustu árlega. Um umfangsmikið svið er að ræða í starfmannafjölda, þjónustu og fjármunum.

Næsti yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri.

Akureyrarbær er líflegur vinnustaður þar sem um tvöþúsund manns starfa í fjölbreyttum og krefjandi störfum. Starfsánægja, hæfni og jafnræði eru leiðarljós í okkar mannauðsmálum.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri sviðsins í samræmi við stefnu og samþykktir Akureyrarbæjar
  • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlunum sviðsins og eftirfylgni þeirra
  • Ábyrgð á stjórnun, samþættingu og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði velferðarráðs
  • Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins
  • Stefnumótun í velferðarmálum í samvinnu við velferðarráð
  • Ábyrgð á þróun, innleiðingu og eftirfylgni þeirra stefna sem heyra undir starfsemi sviðsins
  • Vera leiðandi í þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í velferðartækni og velferðarþjónustu, ásamt mati á árangri
  • Samráð og samstarf við opinbera aðila og hagsmunaaðila um velferðarmál.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur
  • Farsæl reynsla af stjórnun mannauðs og rekstrar
  • Þekking á fjármálum og áætlanagerð
  • Þekking og reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun og eftirfylgni
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð tölvukunnátta, hæfni og áhugi á að tileinka sér og innleiða tækninýjungar
  • Hæfni til að leiða hóp og skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni til að gegna starfinu og sýn umsækjanda á þróun velferðarmála hjá Akureyrarbæ. Ráðið er í stöðuna til fimm ára í senn.

Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, asthildur@akureyri.is.

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars næstkomandi. Sótt er um á alfred.is 

UMMÆLI

Sambíó