Axelsbakarí, N4 og Kaffið.is flytja í gamla „Linduhúsið“

Axelsbakarí, N4 og Kaffið.is flytja í gamla „Linduhúsið“

Axelsbakarí hefur opnað nýtt bakarí í um 430 fermetra rými í „Linduhúsinu“ að Hvannavöllum 14 á Akureyri. Bakaríið sem verið hefur til húsa á Tryggvabraut í fjölmörg ár færði sig um set og opnað á nýjum stað s.l. laugardag þann 28. janúar.

Það er ekki bara Axelsbakarí sem flutt hefur starfsemi sína í gamla Linduhúsið heldur hefur fjölmiðlafyrirtækið N4 nú verið flutt á 3. hæð hússins. N4 var áður staðsett í Amaro húsinu.

Í byrjun næsta mánaðar mun svo Kaffið.is opna skrifstofu í þessu sama húsi.

UMMÆLI

Sambíó