Bæjarfulltrúi rændur í Barcelona – Hljóp á eftir þjófunum

Bæjarfulltrúi rændur í Barcelona – Hljóp á eftir þjófunum

Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, er staddur á Spáni um þessar mundir á Barcelona. Hlynur greinir frá því á facebook síðu sinni í dag að ekki hafi ferðin byrjað sérstaklega vel en um leið og hann steig út úr leigubílnum var hann rændur símanum. Hann brást snögglega við og elti þjófana uppi.

Hann hljóp strax á eftir þeim og segir það greinilega vera að borga sig að hanga í ræktinni daglega því hann náði þeim, en þó ekki á undan lögreglunni. ,,Hljóp á eftir þeim en sem betur fer náði löggan þeim á undan mér, fékk símann aftur,“ segir Hlynur í færslunni og endar þessa frásögn á broskalli.

UMMÆLI

Sambíó