Bæjarráð fagnar uppsetningu ILS búnaðar á Akureyrarflugvelli

Akureyrarflugvöllur hefur verið í umræðunni undanfarinn mánuð eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break hóf flug til Akureyrar. Ekki hefur gengið sem skyldi fyrir flugvélar Super Break að lenda á Akureyrarflugvelli það sem af er janúar en 2 af 3 vélum þeirra hafa þurft að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir misheppnaðar tilraunir á Akureyrarflugvelli.

Með haustinu er stefnt á að svokallaður blindflugsbúnaður eða ILS verði til taks á Akureyrarflugvelli. Búnaðurinn verður liður í því að festa millilandaflug um völlinn. Bæjarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir því í síðustu viku að funda með forsvarsmönnum Isavia og þau Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs og Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri á Norðurlandi, mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í gær til að ræða málefni Akureyrarflugvallar.

Að loknum fundinum með fulltrúum Isavia samþykkti bæjarráð svohljóðandi ályktun:

Bæjarráð Akureyrar fagnar uppsetningu ILS búnaðar sem koma á upp við Akureyrarflugvöll í sumar og lýsir yfir vilja Akureyrarbæjar til samstarfs við framkvæmd uppsetningarinnar.

Þá skorar bæjarráð á ISAVIA og stjórnvöld að ráðast þegar í mótun framtíðarsýnar flugvallarins. Mikilvægt er í því sambandi að rekstrarfyrirkomulag og eignarhald flugvallarins verði endurskoðað þannig að hægt sé að móta framtíðarsýn og uppbyggingu vallarins og lýsir bæjarráð yfir vilja Akureyrarbæjar til að koma að þeirri vinnu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó