Listasafnið gjörningahátíð

Bæjarráð semur við Eyrarland um upptöku á bæjarstjórnarfundum

Bæjarráð semur við Eyrarland um upptöku á bæjarstjórnarfundum

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tilboð Eyrarlands auglýsingastofu í upptöku á bæjarstjórnarfundum. Forstöðumanni þjónustu og þróunar er falið að ganga frá samningi við fyrirtækið.

Þann 10. ágúst 2022 auglýsti Akureyrarbær verðkönnun vegna upptöku á fundum bæjarstjórnar fyrir tímabilið september 2022 til og með desember 2024. Auglýst var á heimasíðu bæjarins og í Dagskránni og rann tilboðsfrestur út 24. ágúst. Í verkinu felst upptaka á hljóði og mynd, öll eftirvinnsla og miðlun á vef.

Þrór aðilar óskuðu eftir verk- og kröfulýsingu og í kjölfarið bárust tvö tilboð. Frá Eyrarlandi og N4. Tilboð Eyrarlands hljóðaði upp á 130 þúsund krónur auk virðisaukaskatts fyrir hvern fund. Tilboð N4 var 182.800 krónur auk virðisaukaskatts.

Samkvæmt verk- og kröfulýsingu gilti tilboðsfjárhæð 50 prósent og fagleg geta og reynsla 50 prósent við mat á tilboðum. Báðir tilboðsgjafar voru álitnir hafa reynsluaf upptöku funda bæjarstjórnar Akureyrar og báðir aðilar eru sagðir hafa sýnt fram á mikla faglega hæfni og getu í störfum sínum fyrir Akureyrarbæ. Því var tilboð lægstbjóðanda samþykkt.

Árlegur kostnaður Akureyrarbæjar er 3.224.000 krónur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó