Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar funduðu með SÁÁ: „Við ætlum að gera allt sem við getum“

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar funduðu með SÁÁ: „Við ætlum að gera allt sem við getum“

Bæjarfulltrúar Akureyrar funduðu í dag með SÁÁ ásamt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra. Umræðuefnið var staða göngudeildarinnar á Akureyri sem á að loka um áramótin.

Sjá einnig: Fordæma áform SÁÁ: „Þetta er með öllu óþolandi”

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, greindi frá fundinum á Facebook síðu sinni í dag. Hún segir að lokun göngudeildarinnar megi ekki gerast og þau muni gera allt sem þau geti til að koma í veg fyrir hana. Næst á dagskrá sé fundur með heilbrigðisráðherra.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsti á dögunum yfir óánægju með þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri næstu áramót. Lítið hefur gengið hingað til í viðræðum Akureyrarbæjar við ríkið og SÁÁ um að tryggja starfsemina áfram á Akureyri.

UMMÆLI