Bæjarstjórinn bankaði uppá og heiðraði Arnar Má

Eiríkur og Arnar Már Mynd: mbl.is

Eiríkur og Arnar Már
Mynd: mbl.is

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar færði Arnari Má Arngrímssyni gjöf og blómvönd í gær í tilefni bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem Arnar hlaut í vikunni. Eiríkur vildi með þessu óska Arnari Má til hamingju fyrir hönd bæjarbúa samkvæmt mbl.is.

Sjá einnig: Arnar Már Arngrímsson hlaut barna og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 

Sölvasaga unglings, fyrsta skáldsaga Arnars hlaut Norðurlandaráðsverðlaun í flokki barna og unglingabókmennta í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Eiríkur Björn bankaði upp á hjá Arnari og færði honum að gjöf bókverk eftir listamanninn Jón Laxdal og fallegan blómvönd.

UMMÆLI