Baldur fékk silfur á World Rookie Tour Final

Baldur Vilhelmsson er hér lengst til vinstri.

Snjóbrettakappinn Baldur Vilhelmsson lenti í öðru sæti á sterku snjóbrettamóti,World Rookie Tour Final, sem fram fór í Kaprun í Austurríki um helgina. Keppt var í slopestyle við frábærar aðstæður að því er segir á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Alls voru fimm íslenskir keppendur á mótinu en keppt var í tveim flokkum, annars vegar yngri og hinsvegar heildarflokki þar sem allir keppa saman óháð aldri.

Baldur var í 16.sæti í heildina en annar í yngri flokknum og hlaut því silfurverðlaun.

Baldur hlaut 181,92 stig sem er hans næstbesti árangur á ferlinum. Annar Akureyringur, Benedikt Friðbjörnsson, tók einnig þátt í mótinu en hann hafnaði í 77.sæti í heildarkeppninni og hlaut 25,28 stig.

UMMÆLI