Baldur og Benni gera það gott í Austurríki

Baldur (í miðjunni) kom, sá og sigraði í Austurríki. Mynd af vef Skíðasambands Íslands.

Snjóbrettakapparnir ungu og efnilegu Baldur Vilhelmsson og Benni Friðbjörnsson hafa undanfarna daga rennt sér um brekkur Zillertal dalsins í Austurríki.

Þar kepptu þeir meðal annars á á alþjóðlega mótinu Välley Rälley og er óhætt að segja að drengirnir hafi staðið sig vel.

Baldur hafnaði í fyrsta sæti í sínum flokki en Benni keppti í sama flokki og hafnaði í níunda sæti en alls tóku 120 keppendur þátt í mótinu. Keppt var í slopestyle þar sem farnar voru tvær ferðir og betri ferðin gilti til stiga.

UMMÆLI