Baldur Örn og Eva Wium mikilvægustu leikmennirnirMeistaraflokkur Þórs sem mun leika í efstu deild á næsta tímabli. Mynd: Palli Jóh

Baldur Örn og Eva Wium mikilvægustu leikmennirnir

Baldur Örn Jóhannesson og Eva Wium Elíasdóttir voru valin mikilvægustu leikmenn meistaraflokka Þórs í körfubolta á nýliðnu tímabili. Þá voru þau Emma Karólína Snæbjarnardóttir og Arngrímur Friðrik Alfreðsson valin efnilegustu leikmenn meistaraflokka.

Þetta var tilkynnt á lokahófi sem haldið var í Hrafnagilsskóla í gærkvöld en þar var veturinn hjá körfuboltaliðum Þórs gerður upp.

Þau Hrefna Ottósdóttir og Kolbeinn Fannar Gíslason fengu einnig viðurkenningu en þau náðu þeim áfanga í vetur að spila 100 meistaraflokksleiki fyrir Þór. Þau fengu boli merkta með nafni og tölunni 100 þessu til staðfestingar.

Kvennalið Þórs fékk þá rósir fyrir frábæran árangur í vetur en eins og kunnugt er endaði liðið keppni í öðru sæti deildarinnar og leikur á næsta tímabili í deild þeirra bestu.

Nánari umfjöllun og fleiri myndir frá kvöldinu má finna á vef Þórsara með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó