Baldur Sigurðsson snýr aftur til Völsungs

Baldur Sigurðsson snýr aftur til Völsungs

Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson hefur fengið félagaskipti yfir í Völsung á Húsavík og mun spila með liðinu í 2. deild karla í fótbolta í sumar. Baldur er uppalinn hjá Völsungum en hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2004.

Síðan þá hefur Baldur spilað fyrir Þór, KR, Stjörnuna, FH og Fjölni ásamt því að fara út í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku.

Baldur færir okkar unga hóp mikið og er meira en til í að leiðbeina strákunum okkar innan sem utan vallar.Baldur á í safni sínu 2 Íslandsmeistaratitla og 5 bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003. Hann varð einnig Íslandsmeistari innanhús með Völsungi ári áður, sælla minninga.Við bjóðum Baldur Sigurðsson hjartanlega velkominn í grænt á ný,“ segir í tilkynningu Völsungs í dag þar sem einnig er tekið fram að ekki sé um aprílgabb að ræða.

UMMÆLI

Sambíó