Færeyjar 2024

Baldvin sló 44 ára gamalt met

Baldvin sló 44 ára gamalt met

Baldvin Þór Magnússon, íþróttamaður Akureyrar árið 2023, setti Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss í dag. Jón Diðriksson hafði átt metið frá 1980 er hann hljóp á 3:45,6 í Sindelfingen í Þýskalandi.

Baldvin Þór bætti um betur og hljóp á 3:41,05. Lokasprettinn og glæsilega lýsingu Sigurbjarnar Árna frá RÚV má sjá hér að neðan.

Baldvin sem keppir fyrir UFA setti metið á Reykjavíkurleikunum sem lauk í dag með keppni í frjálsum íþróttum. UFA átti tíu öfluga keppendur á mótinu:

Baldvin Þór Magnússon – 1500m

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir – 1500m

Sigurlaug Anna Sveinsdóttir – 60m og 200m

Robert Mackay – 60m og 200m

Pétur Friðrik Jónsson – 60m

Sindri Lárusson – kúluvarp

Guðrún Hanna Hjartardóttir – 60m U16

Hreggviður Örn Hjaltason – 800m U16

Arnar Helgi Harðarson – 60m og 800m U16

Tobías Þórarinn Matharel – 60m U16 og langstökk

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó