Baldvinsstofa opnuð í Hamri

Baldvinsstofa opnuð í Hamri

Ný líkamsræktaraðstaða í vestursal Hamars, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs, var vígð við hátíðlega athöfn þann 5. nóvember. Baldvinsstofa er gjöf Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar til Íþróttafélagsins Þórs. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Minningarsjóður Baldvins var stofnaður af fjölskyldu og vinum Baldvins, sem lést þann 31.maí 2019, 25 ára að aldri eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála í anda Baldvins.

Minningarsjóðurinn hafði veg og vanda að opnuninni í gær og var stjórnarfólki, þjálfurum og öðrum starfsmönnum Þórs boðið að vera viðstödd opnunina auk þess sem fulltrúar allra meistaraflokka félagsins mættu á svæðið.

Nánar má lesa um Baldvinsstofu og athöfnina á vef Þórs með því að smella hér.



Sambíó

UMMÆLI