NTC netdagar

Banaslysið á Árskógssandi – Fjölskyldan var frá Póllandi


Lögreglan tilkynnti í dag að fólkið sem lést í skelfilega slysinu á Árskógssandi sl. föstudag, þegar bifreið þeirra lenti í sjónum við höfnina, var fjölskylda frá Póllandi. Þau hafa verið búsett í Hrísey til nokkurra ára en aðstandendur þeirra hafa óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gefin upp að svo stöddu.
Um var að ræða sambúðarfólk, 36 ára og 32 ára og 5 ára dóttur þeirra.
Samveru- og bænastund fyrir Hríseyinga verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag.

Sjá einnig:

Samveru- og bænastund í Hrísey í dag

UMMÆLI

Sambíó