Bangsinn Niko heimsótti AkureyriMynd: Akureyrarbær/Facebook

Bangsinn Niko heimsótti Akureyri

Hjónin Regina og Fred Thiel heimsóttu þjónustuver Akureyrarbæjar í vikunni og með þeim í för var bangsinn Niko sem tilheyrir lítilli bangsafjölskyldu sem ferðast um heiminn.

Í þjónustuverinu fengu þau stimpil í vegabréfið hans Nikos til sanninda um komuna til Akureyrar. Vinur Reginu og Fred er með Parkinsonsjúkdóminn og getur ekki ferðast um heiminn í eigin persónu en gerir það í gegnum ferðir Nikos.

UMMÆLI

Sambíó