Bankastjórinn sem hvarf – seinni hluti

Bankastjórinn sem hvarf – seinni hluti

Addi og Binni halda áfram að rifja upp dramatíska sögu frá árinu 1910 þegar vinsæll bankastjóri hvarf um nótt á Akureyri og fannst hvorki tangur né tetur af honum þrátt fyrir mikla leit. Hver urðu afdrif bankastjórans? Fékk andlát eiginkonunnar hann til að grípa til örþrifaráða? Hafði bankastjórinn óhreint mjöl í pokahorninu? Dramatísk saga Friðriks Kristjánssonar þar sem áhugaverðar sögupersónur svo sem María Flóventsdóttir, Matthías Jochumsson og Hulda Á Stefánsdóttir blandast inn í frásögnina. Fyrri þátturinn endaði á ævintýralegum flótta frá Akureyri. Í seinni hlutanum leiða Addi og Binni mál bankastjórans unga til lykta – eða er málið kannski ennþá óleyst?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó