Baráttan um bæinn í kvöld

Úr fyrri leik liðanna

Í kvöld fer fram stórleikur í Grill 66 deild karla í handbolta þegar Akureyrarliðin tvö KA og Akureyri handboltafélag mætast.

Liðin sitja í 1. og 2. sæti deildarinnar og hafa verið bestu lið Grill 66 deildarinnar í vetur. Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu lauk leiknum með jafntefli en KA menn fengu sigur dæmdan eftir á vegna þess að Akureyri tefldu fram ólöglegum leikmanni.

Leikurinn er heimaleikur Akureyri og fer fram í Íþróttahöllinni. Hann hefst klukkan 19:30. Liðið sem vinnur leikinn mun fá toppsætið að launum.

KA hefur 20 stig eftir 12 leiki, 10 sigurleikir en töp gegn Haukum U og ÍBV U. Akureyri hefur 21 stig eftir 12 leiki; 10 sigurleiki, jafntefli gegn Val U og 10-0 tap gegn KA í fyrri leik liðanna.

 


UMMÆLI

Sambíó