KIA

Baráttan um nafnið tapaðist

Þór Þ. 73-68 Þór Ak.

Þórsarar héldu til Þorlákshafnar í gærkvöldi þar sem þeir mættu nöfnum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta var annar leikur AkureyrarÞórsara á aðeins þrem dögum.

Leikur Þórsliðanna var jafn og spennandi frá upphafi til enda og skiptust liðin á að hafa forystuna. Að lokum voru það heimamenn sem reyndust sterkari og unnu fimm stiga sigur, 73-68. Góður lokakafli ÞorlákshafnarÞórsara skilaði þeim sigrinum en Akureyringar voru yfir þegar tvær mínútur lifðu leiks.

George Beamon var bestur í liði Þórs, skoraði 17 stig og tók 10 fráköst auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar.

Stigaskor Þórs Ak.: George Beamon 17/10 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 14, Ingvi Rafn Ingvarsson 10, Darrel Lewis 9/10 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Sindri Davíðsson 2.

Stigaskor Þórs Þ.: Tobin Carberry 31/16 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/10 fráköst, Maciej Baginski 11, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Emil Karel Einarsson


Kvennalið Þórs lék einnig um helgina þar sem þær fengu Breiðablik í heimsókn á laugardag í toppslag 1.deildar kvenna.

Þrátt fyrir stórleik Heiðu Hlínar Björnsdóttur höfðu Blikar yfirhöndina frá upphafi til enda og unnu að lokum sjö stiga sigur, 63-70.

Stigaskor Þórs: Heiða Hlín Björnsdóttir 22, Rut Herner Konráðsdóttir 15, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9, Thelma Hrund Tryggvadóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5, Erna Rún Magnúsdóttir 4.

UMMÆLI