Barðsmenn taka við rekstri Videovals

Barðsmenn taka við rekstri Videovals

Barðsmenn ehf sem reka meðal annars skíðasvæðið í Skarðsdal. golfvöllinn og golfskálann í Skarðadal hafa tekið við rekstri Videovals á Siglufirði.

Án efa verða bæjabúar ánægðir með þessar fréttir, en Videoval er eini staðurinn í Fjallabyggð þar sem er hægt að fá sér ís yfir vetrartímann.

Á facebooksíðu Barðsmanna ehf segir meðal annars:

„Jæja kæru Íbúar Fjallabyggðar og nágrennis eins og margir hafa frétt og heyrt þá höfum við tekið við rekstri Vidoevals á Siglufirði og gleður það okkur að segja að ísinn verði áfram á sínum stað. Við erum bara að klára að gera og græja staðinn, panta vörur og bíða eftir að þær detti í hús og er planið að opna að nýju 2. Febrúar n.k.“

Trölli.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó