Múlaberg

Barnamenningarhátíð á Akureyri

Opinn fundur um barnamenningu verður haldinn í Hömrum, Hofi, mánudaginn 16. apríl nk. kl. 17-19. Að fundinum standa m.a. Akureyrarstofa, Barnabókasetur Íslands, MAk, söfn í bænum og hópur áhugafólks um barnamenningu sem tengist ýmsum listgreinum, menningar- og íþróttastarfi. Þessi viðburður markar upphaf barnamenningarhátíðar á Akureyri sem teygir anga sína víða um bæinn alla vikuna.

Flutt verða nokkur örstutt erindi áður en umræður hefjast við hringborð þar sem öllum er frjálst að taka þátt.

Málshefjendur verða:

  • Brynhildur Þórarinsdóttir frá Barnabókasetri Íslands
  • Heimir Ingimarsson frá Tónlistarskólanum á Akureyri
  • Hlynur Hallsson frá Listasafninu á Akureyri
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir kennari
  • Brynjólfur Skúlason frá Ungmennaráði Akureyrar

Akureyringar á öllum aldri eru hvattir til að mæta, varpa fram hugmyndum eða leita svara við spurningum á borð við: Hvað getum við gert til að efla barnamenningu í bænum? Hvernig getum við stuðlað að því að öll börn og unglingar eigi kost á að blómstra á sínu áhugasviði? Hvaða hlutverki gegnir barnamenning í að gera Akureyri að spennandi búsetukosti?

UMMÆLI