Beint flug frá Akureyri til Rússlands á HM í knattspyrnu

Mynd: vikudagur.is

Akureyrska flugfélagið Circle Air greindi frá því í gær að þau myndu bjóða upp á beint flug til Rússlands frá Akureyri næsta sumar þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í Heimsmeistarakeppninni. Um leið og flautað var til leiksloka kom tilkynning frá flugfélaginu á Facebook síðu þess.

HM í knattspyrnu fer fram þann 14. júní til 15. júlí næsta sumar. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, einn forsvarsmanna Circle Air, segir í samtali við Vikudag.is að þegar Íslendingar hafi skorað seinna markið í 2-0 sigrinum á Kosóvó hafi hann ákveðið að slá til.

Mikil eftirspurn er eftir flugi til Rússlands en nú þegar hafa um 300 manns skráð sig í flugið hjá CircleAir.

Sambíó

UMMÆLI