Benedikt og Kristján Þór fá ráðherrastóla

Tilkynnt hefur verið um ráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tveir úr Norðausturkjördæmi hlutu ráðherrastól, Kristján Þór Júlíusson oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og Benedikt Jóhannesson oddviti Viðreisnar.

Kristján Þór er nýr menntamálaráðherra

Kristján Þór er nýr menntamálaráðherra

Eftirfarandi verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn:

Úr Sjálfstæðisflokki: 
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson verður menntamálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson verður utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Sigríður Andersen verður dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson verður ráðherra samgöngumála, byggða- og sveitastjórnamála.

Úr Viðreisn:
Benedikt Jóhannesson verður fjármála- og efnahagsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorsteinn Víglundsson verður félagsmálaráðherra.

Úr Bjartri framtíð:
Björt Ólafsdóttir verður umhverfis- og auðlindaráðherra.
Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra.


UMMÆLI