Benedikt stóð sig vel í Sviss

Benedikt stóð sig vel í Sviss

Snjóbrettakappinn og Akureyringurinn Benedikt Friðbjörnsson úr Skíðafélagi Akureyrar keppti í brekkustíl (slopestyle) á alþjóðlega FIS mótinu Glacier 3000 í Sviss í gær.

Benedikt stóð sig með prýði á mótinu og endaði í fjórða sæti keppenda. Fyrir árangurinn hlaut Benedikt stig á heimslista FIS.

Benedikt náði fínum árangri í mótinu í morgun og landaði þar 4. sætinu. Benedikt er gífurlega efnilegur snjóbrettamaður en hann hefur, þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall, unnið til fjölda verðlauna á stuttum tíma.

Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér

UMMÆLI

Sambíó