Benni hættir með Þór

Mynd: ÞórTV

Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuknattleiksþjálfari hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Þór eftir að hafa stýrt báðum meistaraflokkum félagsins í tvö ár.

„Ég er virki­lega þakk­lát­ur fyr­ir þenn­an tíma hér fyr­ir norðan. Hrika­lega gam­an að hafa tekið þátt í því að rifa upp körfu­bolt­ann á Ak­ur­eyri aft­ur,“ segi Bene­dikt í viðtali á vef Þórs.

Benedikt kom til Þórs frá Þór úr Þorlákshöfn á vordögum 2015 og hefur náð afar góðum árangri með bæði karla og kvennalið félagsins.

Stjórn körfuknattleiksdeildar hefur nú hafið vinnu við leit að eftirmanni Benedikts

Sambíó

UMMÆLI