Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA

Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA

Knattspyrnukonan Berglind Baldursdóttir hefur skrifað undir samning hjá Þór/KA og mun leika með liðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Berglin hefur verið samningsbundin Breiðabliki undanfarin ár.

Hún er fædd árið 2000 og verður tvítug á þessu ári. Hún er fædd og uppalin á Akureyri og lék með KA upp yngri flokkana áður en hún samdi við Breiðablik í Kópavogi árið 2017.

Berglind á að baki 31 leik í deilda- og bikarkeppnum, þar af átta í A-deild, 15/4 í B-deild, 6/5 í C-deild og tvo í bikar. Auk þessa 21/3 í deildabikar og öðrum mótum í meistaraflokki. Þá á hún að baki fjóra landsleiki með U19 og U17 landsliðunum.

Berglind mætti á æfingu hjá Þór/KA í vikunni og spilaði seinni hálfleikinn í  æfingaleik liðsins gegn Gróttu í gær og skrifaði síðan undir tveggja ára samning að leik loknum.

UMMÆLI

Sambíó