Biggi lögga – „Fyrirgefðu Birna“


Margir hafa tjáð sig á samskiptamiðlum um andlát Birnu Brjánsdóttur í kvöld og ljóst er að þjóin er í áfalli. Einn af þeim er Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga en hann setti saman ljóð nú í kvöld. Hugleiðingar Bigga má sjá hér að neðan.

„Takk Birna fyrir að sýna okkur að við erum bara ein stór fjölskylda.
Takk Birna fyrir að kenna okkur að við eigum að gæta bróður okkar og systur.
Takk Birna fyrir að sýna okkur að kærleikurinn sameinar okkur.
Takk Birna fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur sem þjóð.
Takk Birna.
Takk.

Fyrirgefðu Birna að lífi þínu var stolið.
Fyrirgefðu Birna að framtíð þinni var rænt.
Fyrirgefðu Birna að þú gast ekki gengið óhult heim.
Fyrirgefðu Birna að við gættum þín ekki.
Fyrirgefðu Birna.
Fyrirgefðu……“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó