Prenthaus

Biggi lögga: ,,Heimsmeistaramótið í hégóma“

aa-abiggilogga
Birgir Örn Guðjónsson, oftast þekktur sem Biggi lögga, skrifaði pistil á Facebook síðu sína snemma í morgun. Í honum sagði hann sína skoðun á því að því að Arna Ýr hafi hætt við að taka í keppninni Miss International og athyglinni sem það fékk í kjölfarið. Birgir segir það vera flott hjá Örnu að hafa hætt við að taka þátt en bætir svo við: ,,Mér finnst það samt aðeins gleymast að hún var engu að síður að keppa á heimsmeistaramótinu í hégóma. Á sama degi og þúsundir kvenna lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis var frétt dagsins af Íslandsmeistaranum í standard flokki í kvenlegri fegurð sem fékk nóg eftir að hafa verið sagt að hún væri of feit. Það er kannski pínu táknrænt.“

Birgir nefnir einnig að á meðan samfélagið sé að berjast fyrir því að hætt verði að meta einstaklinga út frá kynfærunum sé enn verið að stilla konum upp á sýningarpall og þeim gefin einkunn fyrir útlit og gang. Birgir endar pistil sinn á þessum orðum:,,Nú skulum við nota tækifærið og halda áfram að gera það sem við vorum á góðri leið með fyrir örfáum árum. Það er að mölva þennan glerskó sem fegurðarsamkeppnir eru. Þá geta konur hætt að höggva af sér hælinn og farið að ganga í skóm sem eru sniðnir fyrir þeirra eigin fætur. Þannig komumst við pottþétt hraðar í áttina að fullu jafnrétti.“

Hér má sjá færsluna sem Birgir skrifaði í heild sinni:

Sambíó

UMMÆLI