NTC netdagar

Bikarævintýri Þórs á enda

Tryggvi Hlina tók átján fráköst.

Tryggvi Hlina tók átján fráköst.

Þórsarar eru úr leik í Maltbikarnum í körfubolta eftir tap gegn Grindavík í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið lengstum og unnu að lokum þrettán stiga sigur, 61-74.

Það verða því Grindvíkingar sem taka þátt í bikarhelgi KKÍ í næsta mánuði en þar verður mikið um dýrðir þegar úrslit bikarsins verða útkljáð með Final-Four helgi.

George Beamon var atkvæðamestur í liði Þórs í kvöld með 23 stig. 216 sentimetra miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var öflugur undir körfunni en hann tók alls átján fráköst í leiknum.

Stigaskor Þórs: George Beamon 23, Darrel Lewis 15, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Tryggvi Snær Hlinason 8/18 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Stigaskor Grindavíkur: Lewis Clinch Jr. 20, Ómar Örn Sævarsson 15, Ólafur Ólafsson 15, Dagur Kár Jónsson 9, Þorsteinn Finnbogason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Þorleifur Ólafsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.

UMMÆLI

Sambíó