Bílaklúbbur Akureyrar þarf að greiða 650 þúsund vegna Bíladaga

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert Bílaklúbbi Akureyrar að greiða 650 þúsund krónur í löggæslukostnað vegna bíladaga. Samkvæmt reglugerð um tækifærisleyfi skal hver sá sem stendur fyrir samkomu, þar sem aðgangur er seldur, greiða sérstakt gjald vegna löggæslu sem er umfram það sem eðlilegt telst. Bílaklúbbur Akureyrar og lögregluyfirvöld höfðu deilt um hvort reglugerðin ætti við bíladaga eða ekki en lögregla gerði bílaklúbbnum að greiða gjaldið. Þá ákvörðun kærði Bílaklúbbur Akureyrar til ráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu að þeim bæri að greiða gjaldið. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Einar Gunnlaugsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar er ósáttur við úrskurðinn, hann segir bíladaga vera íþróttamót sem ekki kalli á aukna löggæslu. Hann segir einnig að lögregla hafi ekki sinnt þeim skyldum sem falla undir tækifærisleyfi, þeir hafi aldrei fengið neina þjónustu sem falli undir slíkt, til dæmis umferðastjórnun inn og út af svæðinu. Það sé ekki bílaklúbbsins að greiða fyrir löggæslu hugsanlegra gesta Bíladaga niðri í bæ, utan þeirra dagskrár.

Bíladagar eru árlegur viðburður á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó