NTC netdagar

Bílflauta hélt vöku fyrir íbúum í Naustahverfi í nótt – Eigandinn í útlöndum

Bílflauta hélt vöku fyrir íbúum í Naustahverfi í nótt – Eigandinn í útlöndum

Undarlegt atvik átti sér stað í Naustahverfi í nótt en margir íbúar hverfisins urðu varir við háværa bílflautu sem flautaði stanslaust eftir miðnætti.

Einn einstaklingur kvartaði yfir atvikinu á Facebook-hóp Naustahverfis og eftir stuttar umræður kom í ljós að eigandi bílsins væri í útlöndum.

Bíllinn virtist halda vöku fyrir þónokkrum íbúum sem kvörtuðu á Facebook og lögreglan var meðal annars kölluð til vegna málsins.

Að lokum mætti tengdapabbi eigandans á svæðið, með bíllykla, og reddaði málunum. Þá hafði bílflautan verið í gangi í um 15 mínútur samkvæmt meðlimum hópsins.

Í morgun sendi eigandi bílsins afsökunarbeiðni á nágranna sína frá sólarlöndum: „Biðjumst afsökunar á látunum í gamla djásninu og þökkum fyrir þolinmæðina kveðja úr sólinni,“ skrifaði hann og lét fylgja með mynd af sólarströnd.

UMMÆLI