Bíll alelda á Hlíðarfjallsvegi

Lögreglu og slökkviliði á Akureyri var tilkynnt um eld í bifreið á Hlíðarfjallsvegi á milli 16 og 17 í dag. Bifreiðin var alelda þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði fyrir skömmu og stendur slökkvistarf nú yfir þegar fréttin er skrifuð.

Ökumaður komst út úr bifreiðinni og varð ekki meint af. Hlíðarfjallsvegur er lokaður við Hálönd á meðan slökkvistarf fer fram.

Mynd af Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra


UMMÆLI