Múlaberg

Bílum stolið á Akureyri

Bílum stolið á Akureyri

Tveimur bílum var stolið á Akureyri síðastliðna nótt og er annar þeirra en ófundinn. Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til þeirra sem geta haft einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband.

Um er að ræða Lexus IS300H, árgerð 2018, ljósgrár að lit með bílnúmerið AB-L87 og VW Polo árgerð 2018, hvítur að lit með bílnúmerið LR-D39. VW Polo bifreiðin komst í leitirnar eftir að lögreglan gaf út tilkynningu en Lexus bifreiðin er enn ófundin.

„Ef einhver hefur upplýsingar um bifreiðarnar vinsamlegast hafið samband í síma 444-2800 á milli kl. 08 og 16 en í 112 utan dagvinnutíma,“ segir í tilkynningu lögreglu.

UMMÆLI