Birgir Baldvinsson snýr aftur í KA

Birgir Baldvinsson snýr aftur í KA

Knattspyrnumaðurinn Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025.

Birgir, sem er uppalinn hjá KA, hefur spilað fyrir Leikni í Reykjavík undanfarin þrjú ár. Hann vakti athygli fyrir framgöngu sína á nýliðnu sumri og var eftirsóttur af nokkrum liðum úr Bestu deildinni. Birgir var á samningi hjá KA sem hann rifti á dögunum og var talið líklegt að hann myndi enda í Val.

Birgir er 21 árs vinstri bakvörður sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA sumarið 2018.

„Það var eðlilega mikill áhugi á Birgi eftir sumarið og erum við afar ánægð með að halda honum innan okkar raða og alveg klárt að hann mun spila stórt hlutverk á næstunni í okkar öfluga liði,“ segir á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó