Birgitta Haukdal bætist í hóp listamanna á Árshátíð MA

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri fer fram 24. nóvember í Íþróttahöllinni og er stærsti viðburður sem nemendafélag skólans heldur árlega.

Um daginn tilkynnti nemendafélagið þá listamenn sem myndu koma fram á árshátíðinni en það eru Joey Christ, Birnir og Floni og hljómsveitin Í Svörtum fötum. Í gær tilkynntu þau svo annað atriði sem kemur fram á hátíðinni. Það er engin önnur en poppstjarnan Birgitta Haukdal sem bætist í þennan stórglæsilega hóp listamanna.

Árlega spila Þuríður og hásetarnir einnig á efri hæðinni svo að nemendur og kennarar geti spreytt sig í gömlu dönsunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó