NTC netdagar

Birkir Blær gefur út sitt fyrsta lag: „Fjallar um það að brjótast út úr vanlíðan”

Birkir Blær gefur út sitt fyrsta lag: „Fjallar um það að brjótast út úr vanlíðan”

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson gaf á dögunum út sitt fyrsta lag. Lagið heitir Picture og er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum.

Lagið er frekar persónulegt fyrir mig og fjallar um það að brjótast út úr vanlíðan. Lagið er frekar alvarlegt en það er samt ákveðin bjartsýni í því,” segir Birkir í samtali við Kaffið.

Sjá einnig:Sjáðu magnaðan flutning Birkis Blæs á laginu Picture

Hann segir að það hafi ekki tekið hann mög langan tíma að semja lagið og það hafi komið frekar náttúrulega. Birkir hefur verið duglegur að spila á bæjarhátíðum og tónleikum síðustu mánuði en segist nú ætla að einbeita sér að því að semja efni. Hann stefnir að því að gefa út smáskífu eða plötu í vetur.

Hlustaðu á Picture eftir Birki Blæ

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó