Birkir Blær kominn áfram – „Ertu vélmenni sem talar sænsku?“

Birkir Blær kominn áfram – „Ertu vélmenni sem talar sænsku?“

Birkir Blær Óðinsson er kominn áfram í sænsku Idol keppninni eftir flutning sinn á laginu It’s a Man’s Man’s Man’s World síðasta föstudag. Tveir einstaklingar voru sendir heim í kvöld og nú eru aðeins fimm eftir.

Í kvöld söng Birkir lagið Falla Fritt með sænska listamanninum Peter Jöback en þeir félagar sungu saman á sænsku.

Birkir fékk mikið lof frá dómnefndinni í kvöld og fékk sérstakt hrós fyrir góða sænsku. Katia Mosally, annar dómari, sagði að flutningur Birkis og Peter hefði verið sá besti sem höfðu séð á þeim tímapunkti kvöldsins. Anders Bagge var einnig hrifinn af flutningi hans.

„Birkir ert þú manneskja eða ertu vélmenni sem talar sænsku? Hvernig getur þú sungið svona vel á sænsku, ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Anders eftir frábæra frammistöðu Birkis í kvöld.

Birkir er á miklu flugi í keppninni og er orðinn feykivinsæll bæði hjá almenningi í Svíþjóð og hjá dómnefndinni. Skemmtistaðurinn Vamos í miðbæ Akureyrar sýnir beint frá sænska Idolinu á föstudögum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó