Birkir Blær kominn í níu manna úrslit

Birkir Blær kominn í níu manna úrslit

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson er kominn áfram í níu manna úrslit í sænsku Idol keppninni. Birkir komst áfram í kvöld fyrir flutning sinn á laginu Yellow með Coldplay í síðustu viku.

Í þessari viku valdi dómnefndin lög fyrir keppendur. Birkir Blær söng lagið Leave The Door Open eftir Bruno Mars og Anderson Paak.

Birkir er orðinn afar vinsæll í Svíþjóð og dómarar keppninnar í ár eru einstaklega hrifnir af honum. Dómnefndin var eins og áður hrifinn af frammistöðu Birkis sem fékk standandi lófaklapp frá þeim eftir að hann lauk flutningnum. Atkvæðagreiðsla fer fram í vikunni og það kemur í ljós næsta föstudag hvort Birkir haldi áfram.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó