beint flug til Færeyja

Birkir Blær komst áfram í Idol í kvöld

Birkir Blær komst áfram í Idol í kvöld

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson er kominn áfram í sænsku útgáfu Idol sjónvarpsþáttanna. Birkir komst áfram fyrir frammistöðu sína síðasta föstudag þegar hann söng lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo en kosið var í vikunni.

Í kvöld kom Birkir fram og hélt áfram að minna á Ísland. Hann söng á íslensku og ensku þegar hann tók lagið Húsavík (My Hometown) sem sænska söngkonan Mollý Sanden söng í kvikmyndinni Eurovision.

Birkir fékk eins og vanalega mikið lof frá dómurum keppninnar sem sögðu hann vera með bestu röddina í keppninni í ár.

Sjáðu frammistöðu Birkis í kvöld á vef TV4 í Svíþjóð með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó