Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Í gær var fyrsta útsláttarkvöldið og tóku 12 keppendur þátt.
Birkir Blær söng lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo og spilaði á gítar. Birkir hefur heillað sænsku dómnefndina hingað til í keppninni og á því varð engin breyting í gær.Dómnefndin lofaði Birki mikið og einhverjir voru á því að hann hefði verið besti keppandi kvöldsins.
Birkir er kominn áfram í keppninni eftir símakosningu sænsku þjóðarinnar fyrir frammistöðu sína síðasta föstudag þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann mun því keppa aftur næstkomandi föstudagskvöld og þá mun einnig koma í ljós hvort að flutningur hans á laginu No Good hafi heillað þjóðina jafn mikið og dómnefndina.
UMMÆLI