Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson hefur slegið í gegn í sænsku útgáfu Idol sjónvarpsþáttanna. Birkir hefur heillað dómara þáttanna upp úr skónum með frammistöðum sínum hingað til.
Birkir var fyrir daginn í dag á meðal 25 efstu keppenda og í dag var komið að því að syngja í beinni útsendingu.
Í ár var boðið upp á nýjung í þáttunum og þurftu keppendur að syngja fyrir framan áhorfendur og dómnefnd til að sanna sig. Það hefur ekki verið gert áður á þessu stigi.
Birkir söng lagið Love On The Brain eftir söngkonuna Rihönnu og stóð sig frábærlega. Dómnefndin var ekki í nokkrum vafa um að senda hann áfram í næstu umferð.
Jón Óðinn Waage, faðir Birkis tók frammistöðuna upp og birti á Facebook síðu sinni. Frammistöðu Birkis í betri gæðum má finna á vef TV4 með því að smella hér.
UMMÆLI