Birkir Blær valin manneskja ársins 2021 af lesendum Kaffið.is

Birkir Blær valin manneskja ársins 2021 af lesendum Kaffið.is

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson var valinn manneskja ársins 2021 af lesendum Kaffið.is. Birkir Blær sigraði sænsku Idol keppnina á árinu sem var að líða og var fyrirmyndar fulltrúi Íslands og Akureyrar.

Birkir heillaði sænsku og íslensku þjóðina með frammistöðum sínum í þáttunum og einnig með persónutöfrum sínum. Birkir stóð uppi sem sigurvegari í kosningu Kaffið.is með um þúsund atkvæði.

Kosningin var spennandi enda margir sem stóðu upp úr á árinu. Í öðru sæti í kosningunni, rétt á eftir Birki, var handboltalið KA/Þórs sem vann alla titla sem í boði voru á Íslandi. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og stelpurnar sýndu að þær áttu vel heima þar.

Í þriðja sæti voru hjúkrunarfræðingar HSN og Slökkviliðið á Akureyri sem stóðu fyrir bólusetningum á Norðurlandi.

Sjá einnig: Tilnefningar til manneskju ársins 2021 á Kaffinu

Sambíó

UMMÆLI