Birta leikur Auði í Litlu Hryllingsbúðinni

Birta leikur Auði í Litlu Hryllingsbúðinni

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir hefur verið valin í hlutverk Auðar í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í haust.

Um það bil 60 frábærar leikkonur mættu í áheyrnarprufurnar sem fram fóru bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Birta Sólveig útskrifast úr Listaháskóla Íslands í vor. „Ég er uppalin í sveit rétt hjá Hellu þar sem minn listferill byrjaði úti á túni. Ég er endalaust þakklát fyrir að fá tækifæri til að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar og hlakka svo ótrúlega mikið að vinna með öllu þessu æðislega fólki. Þetta verður algjör snilld.“

Litla Hryllingsbúðin verður frumsýnd í Samkomuhúsinu í október. Með hlutverk Baldurs fer Kristinn Óli Haraldsson, Króli, en tannlæknirinn verður engin önnur en Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó