Veðurstofa Íslands hefur birt myndband úr öryggismyndavél í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði sem eru um 60km frá upptökum skjálftahrinunnar norður af Siglufirði. Myndbandið sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir 20. júní kl. 19:26 og var 5.6 að stærð.
„Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur,“ segir í færslu Veðurstofunnar.
Hér er upptaka úr öryggismyndavél í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði sem eru um 60km frá upptökum skjálftahrinunnar norður af Siglufirði. Myndbandið sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir 20. júní kl. 19:26 og var 5.6 að stærð. Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur. Reykir eru skammt frá Grettislaug þar sem Grettir á að hafa hlýjað sér eftir Drangeyjarsund. Glámur, draugurinn sem Grettir glímdi við, hefði verið stoltur af þessum látum sem heyrast greinilega, en sjón er sögu ríkari.
UMMÆLI