Birta myndband sem sýnir áhrif skjálftans á laugardaginn

Birta myndband sem sýnir áhrif skjálftans á laugardaginn

Veðurstofa Íslands hefur birt myndband úr öryggismyndavél í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði sem eru um 60km frá upptökum skjálftahrinunnar norður af Siglufirði. Myndbandið sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir 20. júní kl. 19:26 og var 5.6 að stærð.

„Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur,“ segir í færslu Veðurstofunnar.

Skagafjörður skelfur

Hér er upptaka úr öryggismyndavél í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði sem eru um 60km frá upptökum skjálftahrinunnar norður af Siglufirði. Myndbandið sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir 20. júní kl. 19:26 og var 5.6 að stærð. Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur. Reykir eru skammt frá Grettislaug þar sem Grettir á að hafa hlýjað sér eftir Drangeyjarsund. Glámur, draugurinn sem Grettir glímdi við, hefði verið stoltur af þessum látum sem heyrast greinilega, en sjón er sögu ríkari.

Veðurstofa Íslands द्वारा इस दिन पोस्ट की गई सोमवार, 22 जून 2020

UMMÆLI