Bjarni keppti á HM í pílukasti

Íslenska liðið

Pílumaður Þórs síðustu fjögur árin, Bjarni Sigurðsson var fulltrúi liðsins á heimsmeistaramótinu í pílu sem fram fór í Kobe í Japan dagana 4. 5. og 6. október.

Bjarni keppti á móti fyrrverandi heimsmeistaranum Wesley Harms og þurfti að játa sig sigraðan 4-0. Bjarni mætti Wesley einnig árið 2013 þegar sá síðarnefndi varð heimsmeistari.

Í tvímenningi spilaði Bjarni með Pétri Rúðrík Guðmundssyni úr Grindavík. Þeir töpuðu 4-1 fyrir mótherjum frá Kína.

Í liðakeppni Íslands voru mótherjarnir Frakkland og Ítalía og töpuðust þeir leikir 9-2 og 9-3.

Bjarni segir að gengið þeirra hafi ekki verið sem skildi að þessu sinni í samtali við heimasíðu Þórs. „Þetta fer í reynslubankann hjá okkur og við stefnum á að gera miklu betur næst,“ sagði Bjarni Sigurðsson pílari úr Þór.

Bjarni hefur verið valinn pílumaður Þórs undanfarin fjögur ár

UMMÆLI