Prenthaus

Bjóða ókeypis gistingu á Tenerife

Bjóða ókeypis gistingu á Tenerife

Hjónin Davíð Kristinsson og Eva Ósk Elíasdóttir sem leigja út húsnæði á Tenerife auglýstu fyrir skömmu eftir fjölskyldu með lang­veikt barn eða aðila sem er að berj­ast við krabba­mein, með það fyr­ir aug­um að bjóða viðkom­andi ókeyp­is gist­ingu.

Davíð og Eva fluttu til Tenerife frá Akureyri árið 2020. Í samtali við mbl.is segir að það hafi gengið vel hjá fjölskyldunni.

„Við keypt­um húsið í fe­brú­ar árið 2020. Okk­ar hug­mynd var að ein­hver gæti nýtt þenn­an lausa tíma til góðs en við feng­um miklu meiri viðbrögð en við átt­um von á. Við feng­um um 30 um­sókn­ir og svo var fólk að benda okk­ur á fjöl­skyld­ur,“ segir Davíð í samtali við mbl.is.

Í næsta mánuði munu koma gestir í húsið og vera þar frítt í níu nætur. Davíð segir að hann eigi von á því að endurtaka framtakið á einhverjum tímapunkti.

Nánari umfjöllun má finna á mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó