Bjóða upp á fríar rútuferðir til Garðabæjar

Andri og félagar þurfa á stuðningi að halda

Akureyri Handboltafélag mætir Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta næstkomandi þriðjudag í leik sem má auðveldlega færa rök fyrir að sé einn sá mikilvægasti í akureyrskri handboltasögu í seinni tíð.

Sjá einnig: Markið sem heldur Akureyri á lífi í fallbaráttunni – Myndband

Akureyri dugir ekkert annað en sigur til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í efstu deild. Akureyri hefur átt úrvalsdeildarlið í karlahandbolta undanfarin 33 ár eða frá árinu 1985 en leiktíðina 1984-1985 voru Þór og KA bæði í næstefstu deild.

Stjórn Akureyrar Handboltafélags hefur ákveðið að bjóða stuðningsmönnum Akureyrar upp á fría hópferð á leikinn mikilvæga gegn Stjörnunni. Það verður frítt í rútuna og sömuleiðis fá ferðalangarnir frítt inn á leikinn sjálfan.

Lagt verður af stað frá Íþróttahöllinni á Akureyri stundvíslega klukkan 14:00 á þriðjudaginn og síðan haldið norður strax eftir leik.

Smelltu hér til að skrá þig í ferðina

UMMÆLI

Sambíó