Prenthaus

Björgunarsveitin tekur nýjan bíl í notkun

Skjáskot af mbl.is

Nýr bíll. Mynd: Skjáskot af mbl.is

Björgunarsveitin Súlur er að bæta við glæsilegum grip í bílaflota sinn samhliða kaupum björgunarsveitarinnar Ársæls á álíka bíl. Frá þessu greinir Morgunblaðið á vef sínum í dag.

Níu ár eru síðan Súlur bætti síðast nýjum bíl í flota sinn. Bíllinn er af teg­und­inni Mercedes Benz Sprinter, er upphækkaður og allur hinn glæsilegasti.

Í frétt mbl.is kemur fram að bíll Ársæls kosti um sjö milljónir. Kaupin á bílunum eru fjármögnuð með fjáröflun björgunarsveitanna, flugeldasölu og sölu á neyðarkallinum.

Smelltu hér til að sjá frétt mbl.is sem hefur að geyma myndband af bílunum tveim.

UMMÆLI

Sambíó