Björgunarsveitir kallaðar út víða á Norðurlandi

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út um níuleytið í morgun á Ak­ur­eyri, í Hrís­ey og á Sauðár­króki til að sinna foktengd­um verk­efn­um. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nóttin hafi verið róleg og beiðnir hafi einungis farið að berast um níu í morgun.

Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur segir að veður hafi versnað mikið um miðbik Norðurlands í morgun og hafi verið ansi skarpar hviður. Við Ólafsfjarðarmúla fór vindur upp í 55 m/s þó að meðalvindur hafi verið um 22 m/s. Einnig var mjög hvasst við Siglufjörð og Héðinsfjörð.

Þá var mikið aftakaveður í Eyjafirði fyrir hádegi og er það ekki enn búið. Veðurstofan varar við vindhviðum allt að 45-50 m/s í vestanverðum Eyjafirði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin hvetur fólk til þess að vera ekki á ferðinni nema að vel at­huguðu máli.

Sjá einnig:

Öxnadalsheiði lokuð og gul viðvörun á Norðurlandi eystra


UMMÆLI