Björgunarsveitir og þyrla LHG kölluð út vegna vélsleðaslyss í FlateyjardalLjósmynd: Landhelgisgæsla Íslands

Björgunarsveitir og þyrla LHG kölluð út vegna vélsleðaslyss í Flateyjardal

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum Ægi á Grenivík og Súlum á Akureyri brugðust við útkalli vegna vélsleðaslyss í Flateyjardal á öðrum tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Í frétt frá RÚV sem uppfærð var klukkan 16:10 kemur það fram að vélsleðamaðurinn hefur verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Sambíó

UMMÆLI